Rífandi gangur á Finnbogastöðum

Nýtt hús undir FinnbogastaðafjalliÞað er rífandi gangur á Finnbogastöðum þessa dagana. Nýja húsið hans Munda er risið frá grunni, þó enn séu einhverjar vikur í að hægt verði að flytja inn.

Þetta er kanadískt einingahús, sem kom til landsins um það bil sem þjóðarskútan íslenska sigldi í strand. En húsið komst í höfn.

Til Trékyllisvíkur var það flutt í tveimur 40 feta gámum, og stóð ansi tæpt að flutningabílarnir kæmust um hina frumstæðu Strandavegi. En húsið komst alla leið.

Siggi í Litlu-ÁvíkVetur var genginn í garð, þegar Ástbjörn Jensson húsasmíðameistari, byrjaði uppsetningu ásamt Axel Smith og vösku liði heimamanna. Einhverjir óttuðust að vetur konungur setti strik í reikninginn -- en útveggir eru komnir upp, sömuleiðis þaksperrur og lokið verður við að klæða þakið á næstu dögum.

Pípulagningamennirnir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson mættu til leiks á föstudag og von er á rafvirkjanum. Svo það er bjart framundan á Finnbogastöðum, þótt sólin sé að búa sig undir að kveðja Trékyllisvík í þrjá mánuði eða svo!

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband