Kört með hæsta boð í gríska glæsitaflið

Valgeir og RóbertMinjahúsið Kört í Trékyllisvík átti hæsta boð í taflsett sem boðið var upp á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík um helgina. Það var slegið á 50 þúsund krónur, sem runnu óskiptar í söfnun til endurreisnar Finnbogastaða.

Grísku taflmennirnir eru nú til sýnis í minjahúsinu Kört, en þangað ættu allir að fara sem leggja leið sína í Árneshrepp.

Hér á síðunni hefst innan tíðar uppboð á öðru taflsetti, þar sem borðið er áritað af sjálfum Kasparov.

Myndin: Valgeir í Árnesi sá til þess að taflið góða verður varðveitt í Árneshreppi. Hér spjallar hann við Róbert Harðarson skákmeistara.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband