Áfram Finnbogastaðir!

Hinn 16. júní brann íbúðarhúsið á Finnbogastöðum í Árneshreppi í Strandasýslu. Guðmundur Þorsteinsson bóndi slapp við illan leik úr eldinum. Húsið á Finnbogastöðum, sem faðir Guðmundar reisti árið 1938, er nú rústir einar.

Sama dag og bruninn varð, sendi Félag Árneshreppsbúa frá sér þessa tilkynningu:

Þar sem ljóst er að Guðmundur Þorsteinsson hefur misst hús sitt og innbú í brunanum hefur félagið opnað styrktarreikning til handa Guðmundi.

Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509

Er það bón mín og beiðni að allir sem aflögu eru færir um stórt eða smátt leggi þessu lið og bregðist við hið fyrsta.

Með fyrirfram þakklæti,

Kristmundur Kristmundsson, formaður Félags Árneshreppsbúa.

Hér á síðunni verða sagðar fréttir frá Finnbogastöðum, söfnuninni og uppbyggingu þessa fornfræga bæjar í Trékyllisvík.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband