Færsluflokkur: Bílar og akstur

Rífandi gangur á Finnbogastöðum

Nýtt hús undir FinnbogastaðafjalliÞað er rífandi gangur á Finnbogastöðum þessa dagana. Nýja húsið hans Munda er risið frá grunni, þó enn séu einhverjar vikur í að hægt verði að flytja inn.

Þetta er kanadískt einingahús, sem kom til landsins um það bil sem þjóðarskútan íslenska sigldi í strand. En húsið komst í höfn.

Til Trékyllisvíkur var það flutt í tveimur 40 feta gámum, og stóð ansi tæpt að flutningabílarnir kæmust um hina frumstæðu Strandavegi. En húsið komst alla leið.

Siggi í Litlu-ÁvíkVetur var genginn í garð, þegar Ástbjörn Jensson húsasmíðameistari, byrjaði uppsetningu ásamt Axel Smith og vösku liði heimamanna. Einhverjir óttuðust að vetur konungur setti strik í reikninginn -- en útveggir eru komnir upp, sömuleiðis þaksperrur og lokið verður við að klæða þakið á næstu dögum.

Pípulagningamennirnir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson mættu til leiks á föstudag og von er á rafvirkjanum. Svo það er bjart framundan á Finnbogastöðum, þótt sólin sé að búa sig undir að kveðja Trékyllisvík í þrjá mánuði eða svo!

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Samhjálp á Ströndum

StrandaglensSveitungar Munda leggja sannarlega sitt af mörkum við uppbyggingu Finnbogastaða. Í Árneshreppi hjálpast allir að, þegar á þarf að halda.

Hér gantast þeir Guðlaugur á Steinstúni og Gunnar í Bæ. Þeir eru yngstu bændurnir í Árneshreppi. Það er yfirleitt stutt í brosið þar sem tveir Strandamenn hittast, sama hvernig veröldin veltist.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Upp með hendur!

Upp með hendurUpp með hendur, gæti þessi mynd heitið, enda er Axel Smith vígalegur með naglabyssuna sem virðist beint að sjálfum Munda -- sem réttir upp hendur, með skelfingarsvip.

En það er ekkert að óttast, lesendur góðir, Mundi er við hestaheilsu og allir naglar hafa ratað á réttan stað! 

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Sigurmerki og bros

Sigurmerki á FinnbogastöðumMargir góðir gestir hafa komið til að fylgjast með gangi mála á Finnbogastöðum.

Hér eru þær mættar, með bros á vör og sigurmerki á lofti, frænkurnar Vilborg og Aníta.

Amma þeirra, Gugga í Bæ, fæddist á Finnbogastöðum og Mundi er þannig  ömmubróðir þessara glöðu Strandastúlkna.


Fjós-kaffi á Finnbogastöðum

Glatt á hjalla í gömlu fjósi

Gamla fjósið á Finnbogastöðum hefur nú breyst í kaffistofu og verkfærageymslu, og þar ríkir alltaf góð stemning.

Á myndinni eru pípulagninga-snillinganir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson í kaffitíma á laugardagsmorgni.

Engar kýr eru lengur á Finnbogastöðum, en í fjósinu eru þó tveir íbúar: Læðan Písl og kanínan Sófus.

Písl, sem orðin er 18 ára, slapp naumlega úr eldhafinu 16. júní. Hún bíður spennt eftir að geta flutt inn í nýja húsið, þó sambúðin við Sófus gangi prýðilega.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Myndasýning Jóns Guðbjörns á Litla-Hjalla

Jón Guðbjörn fréttaritari á vettvangiVið hvetjum lesendur til að skoða myndasýningu Jóns Guðbjörns á Litla-Hjalla, en þar eru myndir allt frá brunanum mikla 16. júní til dagsins í dag.

Óhætt er að segja að Jón Guðbjörn sé einn iðnasti fréttaritari landsins og er vefur hans mikið sóttur, af Strandamönnum og unnendum Árneshrepps.

Smellið hér til að skoða myndasýningu Jóns Guðbjörns: Finnbogastaðir, bruni og uppbygging.


Linda í pípunum

Linda í pípunumLinda Guðmundsdóttir er mætt í sveitina til að hjálpa pabba og félögum í nýja húsinu.

Hér er hún í sannkölluðum leiðsluskógi, og greinilega með allt á hreinu.

Engum ætti að verða kalt á tánum á Finnbogastöðum, því hitaleiðslur eru í gólfinu, og er það nýmæli hér í sveit.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Hörkutól á hækjum

Eigi skal ganga...Ástbjörn Jensson húsasmíðameistari stjórnar uppbyggingunni á Finnbogastöðum einsog herforingi. Þessa dagana styðst hann að vísu við hækjur, en lætur það ekki aftra sér frá því að þjóta upp á þakið!

Í vikunni sneri Ástbjörn fótinn illa, og var jafnvel óttast að hann væri fótbrotinn. Farið var á heilsugæslustöðina á Hólmavík á þriðjudaginn, enda vegurinn greiðfær eftir hlýindakafla. Á Hólmavík var vel tekið á móti Ástbirni og fóturinn reyndist sem betur fer óbrotinn.

Ástbjörn hefur gríðarlega reynslu af því að setja upp hús af þeirri tegund, sem nú rís á Finnbogastöðum, og hefur komið að byggingu meira en hundrað kanadískra einingahúsa.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.

 

 


Frábær árangur í söfnun Félags Árneshreppsbúa

Kristmundur og MundiSöfnunin til styrktar Guðmundi á Finnbogastöðum hefur sannarlega gengið vonum framar. Miðvikudaginn 1. október, eftir að plata nýja hússins hafði verið steypt, afhenti Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa Guðmundi 6,5 milljónir króna sem safnast hafa á síðustu mánuðum.

Bruninn á Finnbogastöðum varð 16. júní og strax um kvöldið hleypti Kristmundur söfnuninni af stað. Viðbrögðin voru frábær frá fyrstu stundu og sýndu að Mundi átti marga vini og velunnara.

Íbúðarhúsið, sem byggt var af föður Munda árið 1938, brann til kaldra kola og þar missti hann allt sitt. Ekki hvarflaði að honum að leggja árar í bát, og enn rauk úr rústunum þegar hann var byrjaður að leggja drög að nýju húsi. Tryggingarnar bæta slíkan stórskaða aldrei að fullu, og því hefur söfnun Félags Árneshreppsbúa verið mjög mikilvæg.

Auk þeirra fjármuna sem safnast hafa er gaman að segja frá því að margir hafa lagt sitt af mörkum með vinnu, akstri, efni og öðru slíku, og munum við vonandi ná að þakka þeim öllum hér á síðunni!

Síðast en ekki síst er gaman að segja frá því að ekki króna af söfnunarfénu hefur farið í kostnað, heldur rennur það óskipt til málstaðarins.

Kristmundur lagði áherslu á það, þegar hann afhenti söfnunarféð í dag, að átakinu væri hreint ekki lokið. Áfram yrði haldið enda mikil útgjöld framundan. Kristmundur vildi jafnframt koma á framfæri djúpu þakklæti til allra sem lagt hafa sitt af mörkum. Öll framlög væru stór.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Stórum áfanga náð

Hörkutól í TrékyllisvíkÞað var vaskur hópur mættur í bítið á Finnbogastöðum, miðvikudaginn 1. október, til að steypa plötuna undir nýja húsið fyrir Munda og fjölskyldu.

Verkið gekk einsog í sögu, þó kuldaboli reyndi að gera sig breiðan. Ágúst Guðjónsson kom glaðbeittur frá Hólmavík á steypubílnum, og vinnan tók aðeins fáeinar klukkustundir.

Nú er aðeins beðið eftir að húseiningarnar komi frá Kanada, en það verður væntanlega 6. október.

Guðmundur í ÁvíkFáeinum dögum síðar ættu gámarnir að vera komnir hingað norður, ásamt sérsveit sem mun reisa útveggi og þak á skömmum tíma.

Allt stefnir í að takmarkið náist: Að Mundi og fjölskylda geti haldið jólin í nýju húsi. Það má þakka ódrepandi baráttuþreki Munda og frábærri liðveislu sem honum hefur borist úr öllum máttum.

Fram til sigurs!

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband