Áfram Finnbogastaðir

Finnbogastaðir1 16. júní 2008Íbúðarhúsið á Finnbogastöðum í Trékyllisvík er rústir einar, eftir stórbrunann 16. júní. Tjón Guðmundar Þorsteinssonar bónda er gífurlegt, og því hefur Félag Árneshreppsbúa hrundið af stað söfnun honum til stuðnings. Takmarkið er einfalt: Nýtt hús á Finnbogastöðum fyrir veturinn.

Kristmundur Kristmundsson formaður Félags Árneshreppsbúa sendi í gær út svohljóðandi tilkynningu:

Þar sem ljóst er að Guðmundur Þorsteinsson hefur misst hús sitt og innbú í brunanum hefur félagið opnað styrktarreikning til handa Guðmundi.

Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509

Er það bón mín og beiðni að allir sem aflögu eru færir um stórt eða smátt leggi þessu lið og bregðist við hið fyrsta.

Á þessari síðu ætlum við að segja fréttir frá Finnbogastöðum, söfnuninni og uppbyggingunni á Finnbogastöðum.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband