17.6.2008 | 21:16
Engin uppgjöf
Allir íbúar Árneshrepps, auk fjölmargra gesta, komu saman á þjóðhátíðardaginn við vígslu kaffihúss í Norðurfirði. Þar með eru tvö veitingahús í hreppnum, Hótel Djúpavík og Kaffi Norðurfjörður.
Guðmundur á Finnbogastöðum lét sig ekki vanta. Hér er hann með börnum sínum, Lindu og Þorsteini, sem lögðu af stað hingað norður um leið og þau fréttu af brunanum á Finnbogastöðum.
Enginn uppgjafartónn er í Munda og hans fólki. Þvert á móti: Nýtt hús skal rísa fyrir veturinn.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Baráttu kveðjur
Kveðja
Guðjón Ólafsson frá Eyri
vefsíða www.123.is/gudjono
Guðjón Ólafsson, 18.6.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.