Linda og Písl horfa á húsið sitt hverfa

Linda og PíslLæðan Písl bjargaðist úr eldhafinu á Finnbogastöðum á mánudaginn, líklega þegar rúða sprakk í stofunni. Písl man tímana tvenna, því hún er orðin 18 ára gömul.

Hér er Písl í fanginu á Lindu Guðmundsdóttur frá Finnbogastöðum. Þær eru að horfa á skurðgröfu jafna húsið við jörðu.

Vonandi líður ekki á löngu áður en Písl hefur eignast nýtt heimili. Hún hefur haldið til í gamla fjósinu á Finnbogastöðum eftir brunann, og fengið mat sinn og mjólk þangað.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband