Húsið að Finnbogastöðum jafnað við jörðu

FinnbogastaðirÞað var tregablandin stund á Finnbogastöðum í gærkvöldi þegar skurðgrafa var notuð til að jafna íbúðarhúsið við jörðu.

Húsið var gjörónýtt eftir brunann á mánudag og engu varð bjargað úr eldhafinu.

Guðmundur á Finnbogastöðum, sem tekið hefur skaðanum af miklu æðruleysi, er þegar byrjaður að undirbúa uppbyggingarstarfið, ásamt börnum sínum, fjölskyldu og vinum.

Í kvöld mun Guðmundur taka sér hlé frá amstrinu, og tefla á Minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband