23.6.2008 | 13:47
Sýnum samstöðu, örlæti og hlýhug
Það eru blikur á lofti í efnahagslífinu, sumir blankir, margir uggandi. En það er hjóm eitt hjá því að horfa upp á ættaróðalið fuðra upp og allar eigurnar með. Fyrir hálfsjötugan mann. Ég skora því á lesandann að sýna örlæti, samstöðu og hlýhug með því að leggja Munda hjálparhönd. Framlag hvers og eins þarf ekki að vera mikið, en margt smátt gerir eitt stórt.
Svo skrifar Andrés Magnússon blaðamaður á bloggsíðu sinni, og við tökum heilshugar undir þessi góðu hvatningarorð. Greinina í heild má lesa með því að smella hér.
Látið okkur vita af skrifum á netinu um endurreisn Finnbogastaða. Póstfang Hrafns Jökulssonar er hrafnjokuls@hotmail.com.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.