24.6.2008 | 11:47
Síðasta myndin
Tíra og Kolla kúra í fjárhúsunum á Finnbogastöðum.
Myndin var tekin í lok maí og er trúlega sú síðasta sem tekin var af þessum glaðbeittu smalahundum og góðu félögum.
Þær lokuðust inni í kjallaranum á Finnbogastöðum í eldsvoðanum 16. júní.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur, og fjölskylda þín öll !
Þakka þér; þessa fallegu mynd, af þínum kæru vinum.
Stend með þér, í þeirri miklu uppbyggingu, hver framundan er, að Finnbogastöðum.
Með kærum kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.