26.6.2008 | 14:10
Hamingjudagar: Rauði krossinn í lið með Munda
Nú ættu Strandamenn og gestir á Hamingjudögum á Hólmavík að endurnýja fataskápinn: Rauði krossinn stendur fyrir fata- og flóamarkaði til styrktar Guðmundi á Finnbogastöðum.
Hamingjudagar á Hólmavík fara fram nú um helgina, með margvíslegri skemmtan og viðburðum.
Í fréttatilkynningu kemur fram að Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum úr hópi Rauða kross fólks að halda sem hefur tíma aflögu á laugardeginum (frá 13:30-16:00) til að afgreiða í básnum á Hamingjudagahátíðinni. Áhugasamir geta haft samband við Gunnar Melsted í 451-3389 / 690-3904 eða í netfangið gmelsted@mi.is.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.