Mundi og krossarnir á Finnbogastöðum

Mundi og krossarnir á Finnbogastöðum"Ég er að gæla við að geta haldið jólin og held að það sé ekkert óraunhæft -- ef allt gengur að óskum," segir Guðmundur á Finnbogastöðum í efnismiklu viðtali við Morgunblaðið í dag, sunnudag.

Viðtal og myndir eru eftir Pétur Blöndal, blaðamann á Morgunblaðinu, sem hér var á ferð um síðustu helgi, og tók virkan þátt í Skákhátíð íÁrneshrepps.

Guðmundur lýsir því hvernig eldurinn gaus upp, svo engu varð bjargað. Hann segir líka frá viðbrögðum sveitunga sinna: "Það voru allir komnir á nóinu."

Fjölskylda Guðmundar hefur búið undir Finnbogastaðafjalli í a.m.k. tólf kynslóðir og faðir hans reisti húsið sem brann. Þar fæddist Mundi fyrir 65 árum.

Allar eigur Guðmundar brunnu til ösku á fáeinum klukkustundum 16. júní, en daginn eftir hafði hann úr að velja fimm alklæðnuðum!

"Ef eitthvað kemur upp á, þá rjúka allir til," segir Mundi. "Jafnvel þó þeir hafi staðið í blóðugum slagsmálum. Ef eitthvað kemur upp á standa menn hlið við hlið. Þetta gengur um. Þér er aldrei svo illa við náungann að þú hjálpir honum ekki í nauð."

Myndin: Mundi á Finnbogastöðum. Búið er að jafna rústirnar við jörðu og moka mold yfir. Þarna hvíla Tíra og Kolla, hinir traustu og góðu vinir sem fórust í eldhafinu.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband