Uppbygging Finnbogastaða skiptir okkur öll máli

Tóm hamingja"Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur," segir Gunnar Melsteð um fata- og flóamarkað sem Rauði krossinn stóð fyrir á Hamingjudögum á Hólmavík nú um helgina.

Ágóðinn rennur óskiptur í söfnun til endurreisnar Finnbogastaða, auk þess sem Rauði krossinn leggur sitt af mörkum.

Gunnar sagðist vona að viðburðurinn um helgina á Hólmavík verði öðrum hvatning til að halda söfnuninni áfram af fullum krafti:

"Það er gríðarlega mikilvægt að byggja upp á Finnbogastöðum. Það skiptir alla sveitina máli -- og okkur öll."

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband