29.6.2008 | 23:32
Guðni í heimsókn til Munda
Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins heilsaði upp á Munda á Finnbogastöðum á sunnudagskvöldið, vottaði honum samúð fyrir missinn í brunanum mikla og hét stuðningi við endurreisn Finnbogastaða.
Guðni er á ferð ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hauksdóttur, og systur hennar, Vigdísi Hauksdóttur.
Þau voru boðin í kvöldverð hjá oddvitahjónunum á Krossnesi og síðan í kvöldkaffi í Bæ, þar sem kræsingar voru á boðstólum.
Formaður Framsóknarflokksins hreifst af baráttuhug Guðmundar bónda Þorsteinssonar, en frá fyrstu stundu hefur ekkert annað en uppbygging Finnbogastaða komið til greina.
Á morgun, mánudag, kl. 10 fyrir hádegi verður Guðni með kaffispjall í Kaffi Norðurfirði. Þar verður efalítið rætt um endurreisn Finnbogastaða -- og framtíð byggðar í Árneshreppi.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.