Prentmet leggur lið

Finnbogastaðir1 16. júní 2008Margir leggja okkur lið í söfnuninni vegna endurreisnar Finnbogastaða.

Nú hefur Prentmet bæst í hópinn, með því að prenta ókeypis kort og veggspjöld með upplýsingum um söfnunina, reikningsnúmer og kennitölu.

Upplagt fyrir vini Finnbogastaða að hafa nokkur slíkt kort, sem eru á stærð við nafnspjöld, í veskinu og gauka að vinum og kunningjum.

Þeir sem vilja fá kort til dreifingar geta hafa samband við Kristmund Kristmundsson í Reykjavík í síma 898 2441 eða Hrafn Jökulsson í Trékyllisvík í síma 4514026.

Söfnunin gengur vel, en betur má ef duga skal. Hver einasta króna fer beint á styrktarreikning Guðmundar á Finnbogastöðum. Ekki króna fer í kostnað, því allt er unnið í sjálfboðavinnu -- einsog vera ber.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband