8.11.2008 | 20:41
Hörkutól á hækjum
Ástbjörn Jensson húsasmíðameistari stjórnar uppbyggingunni á Finnbogastöðum einsog herforingi. Þessa dagana styðst hann að vísu við hækjur, en lætur það ekki aftra sér frá því að þjóta upp á þakið!
Í vikunni sneri Ástbjörn fótinn illa, og var jafnvel óttast að hann væri fótbrotinn. Farið var á heilsugæslustöðina á Hólmavík á þriðjudaginn, enda vegurinn greiðfær eftir hlýindakafla. Á Hólmavík var vel tekið á móti Ástbirni og fóturinn reyndist sem betur fer óbrotinn.
Ástbjörn hefur gríðarlega reynslu af því að setja upp hús af þeirri tegund, sem nú rís á Finnbogastöðum, og hefur komið að byggingu meira en hundrað kanadískra einingahúsa.
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.