Fjós-kaffi á Finnbogastöðum

Glatt á hjalla í gömlu fjósi

Gamla fjósið á Finnbogastöðum hefur nú breyst í kaffistofu og verkfærageymslu, og þar ríkir alltaf góð stemning.

Á myndinni eru pípulagninga-snillinganir Hilmar Hjartarson og Gunnlaugur Jóhannesson í kaffitíma á laugardagsmorgni.

Engar kýr eru lengur á Finnbogastöðum, en í fjósinu eru þó tveir íbúar: Læðan Písl og kanínan Sófus.

Písl, sem orðin er 18 ára, slapp naumlega úr eldhafinu 16. júní. Hún bíður spennt eftir að geta flutt inn í nýja húsið, þó sambúðin við Sófus gangi prýðilega.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband