Áfram Finnbogastaðir

Tíra og MundiAldrei hefði ég trúað því að ég ætti eftir að horfa heim að Finnbogastöðum og sjá ekki bæinn sem Steini, pabbi Munda, reisti sér.

Bæjarhóllinn stendur nú auður og aðeins minningarnar einar eftir.

Finnbogastaðir hafa mann fram af manni verið höfðingjasetur og er ósk okkar sú að þannig verði það áfram. Nýtt hús muni rísa.

Allt sem saman safnast styttir biðina í að sjá nýtt íbúðarhús á Finnbogastöðum.

Við fögnum því af heilum hug að engin uppgjöf skuli vera í Munda og börnunum hans þótt stór áföll hafi riðið yfir.

Missir Finnbogastaða væri missir okkar allra, enda er Árneshreppur minnsta byggðarlag landsins og munar um hvern þann bæ sem helst í byggð. Okkur finnst því mikilvægt að styðja Munda, í endurbyggingu Finnbogastaða, eins vel og við getum, en betur má ef duga skal!

Mig langar því að biðja alla þá sem þetta lesa, og hafa enn ekki stutt söfnunina, að ljá henni lið og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Ég vil þakka þeim innilega sem hafa lagt söfnuninni lið með framlögum sínum og geri orð Hrafns Jökulssonar að mínum: Margt smátt gerir eitt hús við ysta haf.

Með kærri kveðju,

Kristmundur Kristmundsson,  formaður félags Árneshreppsbúa

Myndin: Tíra og Mundi í smalamennsku haustið 2007.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband