Sjáumst á sunnudaginn

Mundi og Písl"Ég fer suður á morgun og hlakka mikið til sunnudagsins," sagði Mundi á Finnbogastöðum um leið og hann klóraði Písl á bakvið eyrað.

Læðan Písl, sem orðin er 18 ára, býr nú í gamla fjósinu á Finnbogastöðum, meðan hún bíður eftir að nýtt íbúðarhús rísi.

Á sunnudaginn er hátíð í Hótel Glym, Hvalfirði, þar sem öll innkoma af kaffihlaðborði og listaverkauppboði rennur í söfnunina til styrktar Guðmundi.

Guðmundur sagðist orðlaus yfir þeim mikla velvilja, vináttu og stuðningi sem hann hefði fundið eftir brunann ógurlega 16. júní.

Við hvetjum alla sem vettlingi valda að koma í Hótel Glym á sunnudaginn, milli 14 og 18. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Hótel Glymur stendur á frábærum útsýnisstað í kjarri vaxinni hlíðinni ofan við Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd, rétt vestan við Ferstiklu. Það tekur um 40 mínútur að keyra frá Reykjavík að Hótel Glym með því að fara Hvalfjarðargöngin en um það bil 1 klukkustund og 10 mínútur að keyra Hvalfjörðinn.

Sjáumst á sunnudaginn.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband