Glatt var í Glym: Takk, Hansína og Jón Rafn

Glatt í GlymGuðmundur á Finnbogastöðum á marga vini og velunnara. Um 400 gestir komu á hátíðina á Hótel Glym í Hvalfirði, sem staðarhaldarar héldu af mikilli rausn og stórhug. Alls safnaðist hátt í ein milljón króna á hátíðinni, og er það langt framar björtustu vonum.

Hansína B. Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason  sem eiga og reka Hótel Glym með miklum glæsibrag létu alla innkomu af kaffihlaðborði renna í söfnunina til styrktar Guðmundi og endurreisnar Finnbogastaða.

Þá gáfu listamenn verk í uppboð sem Sveinn Kristinsson stjórnaði af röggsemi.

Sólin skein á hátíðargesti, sem sumir komu um langan veg til að sýna samstöðu með Guðmundi. Sjálfur kom Guðmundur að norðan og var manna glaðastur í góðra vina hópi.

Hansína og Jón, listamennirnir, starfsfólkið á Hótel Glym, gestirnir allir sem einn, verðskulda fjórfalt húrra fyrir stórkostlegan dag.

Við segjum nánar frá hátíðinni á Hótel Glym á næstu dögum.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábært !

Ragnheiður , 7.7.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Æðislegt framtak...

Agnes Ólöf Thorarensen, 9.7.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband