Þrír góðir

Þrír góðirAlbúm frá hátíðinni í Glym

Bræðurnir Ragnar og Óskar Torfasynir slógu í gegn í Glym, með leik, söng og grallaraskap.

Þeir ólust upp í Finnbogastaðaskóla, og bentu á að margir ættu fólkinu á Finnbogastöðum mikið að þakka.

Þá rifjuðu þeir upp, í vægast sagt léttum dúr, hvaða aðferðum Mundi hefði beitt þegar hann þjálfaði krakkana í Árneshreppi. Þau voru fræg fyrir að hirða flestöll verðlaun, hvar sem þau komu, og þetta þökkuðu bræðurnir ekki síst aðferðum Munda.

Á myndinni eru Ragnar og Óskar í dagskrárlok, ásamt Kristmundi Kristmundssyni, formanni Félags Árneshreppsbúa. Kristmundur gaf út tilkynningu um söfnun fyrir Munda, meðan ennþá rauk úr rústunum á Finnbogastöðum, og er óþreytandi í þágu málstaðarins.

Nú er búið að setja saman albúm með 23 myndum frá hátíðinni í Hótel Glym.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband