Fyrsta skóflustungan að nýju húsi á Finnbogastöðum!

Fyrsta skóflustungan!Stóra stundin er runnin upp á Finnbogastöðum: Fyrsta skóflustungan að nýju íbúðarhúsi var tekin föstudaginn 22. ágúst og er stefnt að því að húsið rísi nú í haust.

Allt stefnir í að Mundi á Finnbogastöðum og fjölskylda haldi jólin í nýju húsi á hinu forna höfuðbóli á Ströndum.

Hrafn Jökulsson fékk þann heiður að taka fyrstu skóflustunguna, en síðan tók Ásbjörn í Djúpavík við á gröfunni. Verkinu miðar vel áfram, enda ekki einu sinni tekin pása til að fylgjast með glæstum sigri Íslendinga á Spánverjum í Peking.

Ási Djúpavíkurjarl mættur með gröfuna.Nýja húsið rís rétt fyrir neðan gamla bæjarhólinn á Finnbogastöðum, og komið grænt ljós frá fornleifafræðingum og byggingafulltrúum. Um er að ræða einingahús, smíðað í Kanada, sem kemur til landsins snemma í september.

Aðeins eru rúmlega tveir mánuðir frá brunanum mikla, 16. júní, þegar ættaróðal Guðmundar Finnbogasonar og allar persónulegar eigur urðu eldi að bráð. Ótalmargir hafa sýnt Guðmundi og fjölskyldu stuðning í verki, og hefur söfnun Félags Árneshreppsbúa gengið langt framar vonum.

Hér á síðunni munum við segja fréttir á næstunni af gangi mála á Finnbogastöðum.

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með það. Bestu kveðjur

http://www.youtube.com/watch?v=BhsFKCPChek&eurl=http://ippa.blog.is/blog/ippa/

Vilborg Traustadóttir, 23.8.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband