Stórum áfanga náð

Hörkutól í TrékyllisvíkÞað var vaskur hópur mættur í bítið á Finnbogastöðum, miðvikudaginn 1. október, til að steypa plötuna undir nýja húsið fyrir Munda og fjölskyldu.

Verkið gekk einsog í sögu, þó kuldaboli reyndi að gera sig breiðan. Ágúst Guðjónsson kom glaðbeittur frá Hólmavík á steypubílnum, og vinnan tók aðeins fáeinar klukkustundir.

Nú er aðeins beðið eftir að húseiningarnar komi frá Kanada, en það verður væntanlega 6. október.

Guðmundur í ÁvíkFáeinum dögum síðar ættu gámarnir að vera komnir hingað norður, ásamt sérsveit sem mun reisa útveggi og þak á skömmum tíma.

Allt stefnir í að takmarkið náist: Að Mundi og fjölskylda geti haldið jólin í nýju húsi. Það má þakka ódrepandi baráttuþreki Munda og frábærri liðveislu sem honum hefur borist úr öllum máttum.

Fram til sigurs!

Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband