2.10.2008 | 00:53
Stórum áfanga náð
Það var vaskur hópur mættur í bítið á Finnbogastöðum, miðvikudaginn 1. október, til að steypa plötuna undir nýja húsið fyrir Munda og fjölskyldu.
Verkið gekk einsog í sögu, þó kuldaboli reyndi að gera sig breiðan. Ágúst Guðjónsson kom glaðbeittur frá Hólmavík á steypubílnum, og vinnan tók aðeins fáeinar klukkustundir.
Nú er aðeins beðið eftir að húseiningarnar komi frá Kanada, en það verður væntanlega 6. október.
Fáeinum dögum síðar ættu gámarnir að vera komnir hingað norður, ásamt sérsveit sem mun reisa útveggi og þak á skömmum tíma.
Allt stefnir í að takmarkið náist: Að Mundi og fjölskylda geti haldið jólin í nýju húsi. Það má þakka ódrepandi baráttuþreki Munda og frábærri liðveislu sem honum hefur borist úr öllum máttum.
Fram til sigurs!
Við minnum á söfnun Félags Árneshreppsbúa til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum. Reikningsnúmer: 1161-26-001050 Kennitala: 4510892509.
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.